VR // Kulnun

Agency: Hvíta Húsið
Production: Sagafilm
Director: Guðjón Jónsson
DP: Ásgrímur Guðbjartsson

Þekktu þín mörk

Þegar fólk er undir miklu og langvarandi álagi, í vinnu eða einkalífi, getur orðið vart við svokallaða kulnun, eða “burnout” eins og það kallast á ensku.

Einkenni kulnunar eru bæði líkamleg og sálræn, t.a.m. langvarandi þreyta, orkuleysi, verkir og depurð.

Einkenni kulnunar eru oftast væg og viðráðanleg í fyrstu, en stigmagnast smátt og smátt þangað til viðkomandi finnst erfitt að hafa stjórn á aðstæðum og hættir að hafa gaman af starfi sínu og daglegu vafstri.

af VR.is

FRAMLEIÐSLAN

Guðjón Jónsson leikstýrði Aðalheiði Halldórsdóttur og Kolbeini Arnbjörnssyni í aðalhlutverkum. Birna Paulina Einarsdóttir framleiddi og Haukur Björgvins var aðstoðarleikstjóri. Ásgrímur Guðbjartsson stjórnaði kvikmyndatöku meðan Guðjón Hrafn og Haukur K aðstoðuðu hann. Viktor Orri Andersen sá um ljós og skugga með aðstoð frá Sissa Sissason. Drífa Freyju Ármanssdóttir sá um leikmuni og Gunnar Nilsen var með tökustaðina. Alda B. Guðjóns hélt utan um leikaraval og Viktor Davíð sá um Grips. Skúli Helgi passaði upp á að það heyrðist vel í öllum og Guðbjörg Huldís sá um förun. Búningar voru í höndum Ellenar Loftsdóttur og Brynja Skjaldardóttir aðstoðaði. Bjarney Kristinsdóttir sá um að halda öllum söddum og sælum og Óskar Þór Hauksson aðstoðaði við allt mögulegt. Elías Arnar kvikmyndaði droneskot, hélt utan um efnið og gerði fyrstu klipp. Sigurgeir Arinbjarnarson litgreindi með Guðjóni, Jóhann Vignir Vilbergsson hannaði hljóðið og Árni Gestur sá um loka samsetningu.

Þökkum Hvíta Húsinu og VR kærlega fyrir þetta samstarf.

SAGAFILM 2018

Guðjón Jónsson // S: +354 695 5960 // E:gudjon@gudjon.net